17.05.1984
Neðri deild: 96. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6179 í B-deild Alþingistíðinda. (5577)

Um þingsköp

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég var bundin á nefndarfundi og kom hingað skömmu eftir að farið var að greiða hér atkvæði. Ég hlýt að spyrja: Getur það verið rétt að hér hafi menn verið að afgreiða sem lög frá Alþingi frv. til lögræðislaga? Ég vil benda á að það er boðaður fundur í allshn. Nd. núna á hverri mínútu og n. er ekki farin að fjalla um málið svo það kemur ekki til greina að það sé orðið lög frá Alþingi enn þá. (HBl: Athugasemdin er of seint fram borin.) (Forseti: Við skulum athuga þetta en halda áfram með dagskrármálin. )