17.05.1984
Neðri deild: 96. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6179 í B-deild Alþingistíðinda. (5583)

Um þingsköp

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því sem hér er að gerast. Hér er unnið dag og nótt og þm. fá ekki frið til að sitja deildarfundi vegna funda í nefndum. Ég var að koma af fundi ásamt félögum mínum í hv. allshn. Sþ. Það er búið að boða fund í allshn. Nd. að loknum hinum fundinum þar sem eitt mál var á dagskrá, frv. til lögræðislaga. Í trausti þess að málið yrði ekki afgreitt á meðan nm. í allshn. Nd. væru á öðrum fundi var ég satt að segja áhyggjulaus vegna þessa máls. En ég lýsi því hér með yfir að ég tel að þingið viti ekki lengur hvað það er að gera. Ég vil mótmæla þessum vinnubrögðum og ég krefst þess, krefst þess, að við fáum að hverfa af þessum fundi að lokinni þessari atkvgr., hv. allshn. Nd., og afgreiða málið eins og til stóð og eins og til var boðað. Það er ekki okkur að kenna þó að hér hafi orðið einhver mistök í dagskrá. Þetta mál var ekki komið frá okkur.

Það er ekki hægt að sætta sig við svona afgreiðslu nokkurs máls. Ég held að það væri mál til komið að þingið fengi smáhlé til að hvíla sig svo að menn vissu hvað þeir væru að gera hér.