17.05.1984
Neðri deild: 96. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6180 í B-deild Alþingistíðinda. (5589)

Um þingsköp

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég vil taka það fram að forseti lýsti eftir því að menn tækju hér til máls með venjulegum hætti. Hann boðaði það að þetta mál yrði tekið fyrir. Það kvaddi sér enginn hljóðs um þetta mál, kvaddi sér enginn máls. (Gripið fram í.) Það kvaddi sér enginn hljóðs af þeim sem hér voru viðstaddir þegar þetta mál var tekið fyrir og málið var afgreitt hér við atkvæðagreiðslu. Þetta vil ég að komi skýrt fram. Ef einhver hefur þarna gert mistök þá verð ég að telja að það hafi verið fulltrúar allshn.