17.05.1984
Neðri deild: 96. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6207 í B-deild Alþingistíðinda. (5615)

Um þingsköp

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég fór fram á það hér áðan við forseta, sem þá sat í forsetastól að fundi yrði frestað. Ég vildi ítreka þessa ósk þar sem aðalforseti er nú kominn. Ég vildi þá líka spyrja í leiðinni hvort þetta sé í rauninni eðlilegt að halda starfsliði hér við vinnu fram á nætur fjögur kvöld í röð, hvort fordæmi væru fyrir slíkum vinnubrögðum og hvort það væru engin ákvæði í þingsköpum eða reglugerðum sem geta hindrað slíkt. Ég vil einnig spyrja að því hver ræður því að svona er unnið og hverjir krefjast þess að fundir standi svona lengi, hvort það eru formenn flokkanna sem ráða því.