18.05.1984
Efri deild: 106. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6228 í B-deild Alþingistíðinda. (5661)

123. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Félmrh. (Alexander Stefánsson):

Virðulegi forseti. Í sambandi við þá fsp., sem hér var borin fram, vil ég aðeins taka fram, eins og kom raunar greinilega í ljós við lokaumr. málsins í Nd., að hér er um að ræða ákveðna aðgerð sem búið er að gera samkomulag um milli stjórnarflokkanna þannig að þessi nefnd verður skipuð núna strax þegar frv. hefur verið samþykkt. Það er yfirlýst stefna og búið er að staðfesta í umr. í Nd. að við þetta verður staðið. Að mínu mati væri sem sagt ekkert að því að setja þetta inn að öðru leyti en því að ég óttast það á síðustu augnablikum að það mundi kannske verða erfiðara að þurfa að taka þetta aftur upp í Nd. En það er staðfest samkomutag milli stjórnarflokkanna að að þessu verði unnið. Ég mun strax eftir að frv. verður samþykkt skipa þessa nefnd.