18.05.1984
Efri deild: 106. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6233 í B-deild Alþingistíðinda. (5676)

Um þingsköp

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Ég hélt ég hefði talað nógu skýrt fyrir skömmu, en það virðist ekki vera. Ég vil enn og aftur upplýsa að ég tel að ég þurfi að taka fyrir 6. mál á dagskrá áður en það mál kemur til umr. sem hér er verið að ræða um, þ. e. 2. dagskrármálið, og því lengur sem tímanum er eytt í þessar þingskapaumræður þess meira styttist sá tími sem við höfum til að ræða um þau mál sem á dagskrá koma hér. En hv. 2. þm. Austurl. biður um orðið um þingsköp.