18.05.1984
Efri deild: 106. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6235 í B-deild Alþingistíðinda. (5684)

Um þingsköp

Eiður Guðnason:

Virðulegi forseti. Ég skal vera mjög stuttorður. Ég kemst ekki hjá því að lýsa því yfir að ef ekki á að taka 71. mál á dagskrá nú á þessum fundi, eins og um hafði verið talað, lít ég svo á að ekkert samkomulag sé lengur í gildi um það hvernig skuli haga þingstörfum síðustu dagana.