18.05.1984
Neðri deild: 97. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6250 í B-deild Alþingistíðinda. (5697)

136. mál, hafnalög

Hjörleitur Guttormsson:

Herra forseti. Ég met mikils þær undirtektir sem fram hafa komið hér hjá hæstv. samgrh., formanni samgn., hv. þm. Stefáni Valgeirssyni, og hv. þm. Karvel Pálmasyni, sem einnig á sæti í samgn. þessarar deildar.

Hv. formaður nefndarinnar, Stefán Valgeirsson, hefur tjáð mér að það séu litlar líkur á að brtt. þessi fengi hljómgrunn hjá samgn. Ed. eins og á stendur. Hæstv. ráðh. hefur hér, eins og menn hafa heyrt, heitið því að reyna að tryggja efnislega þau ákvæði sem brtt. þessi varðar með setningu reglugerðar, svo sem hann hefur heimild til samkv. sérstakri grein, 39. gr., þessa frv., eins og það nú lítur út. Auk þess hefur hv. formaður samgn. boðist til að athuga málið strax og þing kemur saman, ef hann hefur forustu og áhrif í samgn. þessarar deildar, þannig að breytingar yrðu gerðar á lögunum til þess horfs sem hér er gerð till. um.

Ég teldi vissulega mjög miður ef þessi lög næðu ekki fram að ganga á þessu þingi og átta mig einnig á að það mundi veikja stöðu hæstv. ráðh. í sambandi við reglugerð ef hv. þd. fær að fella þessa brtt., sem ég hef hins vegar ekki heyrt neinar raddir um út af fyrir sig í þessari hv. þd.

Með vísan til alls þessa er ég reiðubúinn að falla frá þessari brtt. nú, en áskil mér að sjálfsögðu og hef allan rétt til að fylgja málinu fram í ljósi þess sem gerist á komandi þingi, ef ég kem þar við sögu.