18.05.1984
Neðri deild: 98. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6293 í B-deild Alþingistíðinda. (5749)

Um þingsköp

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég verð að segja að mér finnst nokkuð sérkennilegt ef ríkisstj. ætlar að beita sér fyrir því að rjúfa það samkomulag sem gert var um þinghald á þessum sólarhring. Ljóst er að eftir er að afgreiða af því sem um var talað frv. um sveitarstjórnarlög. Það er það sem liggur fyrir í þessum efnum og ég tel það gersamlega út í hött miðað við það ef menn ætla sér að byrja hér deildarfundi jafnvel í fyrramálið að fara að taka hér fyrir fleiri mál. Því var heitið að ekki yrði kvöldfundur í kvöld. Verði þessum fundi haldið miklu lengur áfram er þegar kominn á kvöldfundur. Ég tel að það sé í raun og veru ekki í samræmi við það samkomulag sem gert var í gærkvöldi. (Forseti: Þessi fundur verður ekki lengri.)