18.05.1984
Sameinað þing: 91. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6293 í B-deild Alþingistíðinda. (5752)

348. mál, staða skipasmíðaiðnaðarins

Svar:

Könnuð var verkefnastaða vel flestra skipasmíðastöðvanna og fengust eftirfarandi upplýsingar úr þeirri könnun. Fram að þessu hefur verið nóg vinna í stöðvunum.

1. Slippstöðin h. f. Akureyri hefur í smíðum tvö 35 m löng fiskiskip. Smíði annars verður lokið í júnílok, en hitt verður fullklárað í árslok. Óvissa ríkir um framhald nýsmíði eftir að smíði þessara tveggja skipa lýkur. Útlit er fyrir, að Slippstöðin hafi næg verkefni fram í nóvember 1984.

2. Stálvík h. f. Garðabæ hefur í smíðum eitt 35 m langt fiskiskip. Eftir er um 21/2 mánaða vinna í skipinu. Í viðgerðum og viðhaldi er fyrirsjáanlega tæplega 11/2 mánaða vinna.

3. Þorgeir og Ellert h. f. Akranesi hefur í smíðum eitt 35 m langt fiskiskip. Lítið hefur verið unnið í skipinu undanfarna mánuði. Áætlað er að um tveggja mánaða vinna sé eftir við smíði skipsins.

Í viðgerðum og viðhaldi er fyrirsjáanleg rúmlega eins mánaðar vinna.

4. Skipavík h. f. Stykkishólmi. Í viðgerðum og viðhaldi er fyrirsjáanleg

11/2–2 mánaða vinna.

5. M. Bernharðsson h. f. Ísafirði. Lítið er um fyrirsjáanleg viðgerðarverkefni.

6. Vélsmiðja Seyðisfjarðar h. f. Stöðin hefur í smíðum 26 m langt fiskiskip fyrir aðila í Grindavík. Áætlað er að afhenda skipið um næstu áramót.

7. Vélsmiðjan Stál h. f. Seyðisfirði. Útlit er fyrir að næg verkefni verði hjá stöðinni í viðgerðum og endurbótum út þetta ár.

8. Skipalyftan h. f. Vestmannaeyjum. Um mánaðarvinna er fyrirsjáanleg í viðgerðum og viðhaldi.

9. Dráttarbrautin í Keflavík. Fyrirtækið er að ljúka endurbyggingu á 130 tonna bát. Fyrirsjáanleg viðgerðarverkefni samsvara um tveggja mánaða vinnu.

10. Skipasmíðastöð Njarðvíkur h. f. Verið er að ljúka nýsmíði á 295 tonna fiskiskipi, sem fer til Bolungarvíkur. Í viðgerðum og viðhaldi er fyrirsjáanleg um tveggja mánaða vinna.

11. Skipasmiðjan Hörður h. f. Njarðvík. Fyrirtækið vinnur að smíði rækjuveiðiskips fyrir aðila á Ísafirði, smíði þess verður lokið í júlí n. k.

12. Bátalón h. f. Hafnarfirði. Lítið er um fyrirsjáanleg viðgerðarverkefni.

13. Dröfn h. f. Hafnarfirði. Fyrirtækið hefur fyrirliggjandi um eins mánaðar vinnu í viðgerðarverkefnum.

14. Slippfélagið h. f. Reykjavík. Líkur benda til að næg verkefni verði í viðhaldi og viðgerðum út sumarið. Upptalningin hér að framan er ekki tæmandi, en hún gefur mynd af verkefnastöðu stærstu skipasmíðastöðvanna. Auk þess vinna fjölmörg önnur fyrirtæki svo sem vélsmiðjur, rafiðnaðarfyrirtæki o. fl. í viðhaldi og viðgerðum á flotanum.

2. Hver er staðan í samningum Slippstöðvarinnar varðandi smíði togara fyrir Útgerðarfélag Akureyringa?

Svar:

Viðræður milli aðila eru enn í gangi og óvíst hvenær niðurstaðna úr þeim viðræðum er að vænta.

3. Hvaða fjármagn er tiltækt fyrir skipasmíðaiðnaðinn það sem eftir er ársins og hvað liggur fyrir um skiptingu þess?

Svar: Í smíðum eru nú fimm raðsmíðaskip, fram að þessu hafa þau verið fjármögnuð með endurkaupalánum Seðlabankans, lánum frá Norska Útflutningslánasjóðnum, eigin fé skipasmíðastöðvanna og fyrirgreiðslu viðskiptabankanna. Erfitt er að meta hve mikið fjármagn hefur farið til þessara skipa á árinu.

Áætlað er að Fiskveiðasjóður geti lánað 214 m. kr. á árinu til vinnslustöðva og tækja, viðgerða og breytinga skipa. Byggðasjóður mun lána nokkuð fjármagn til viðgerða og breytinga fiskiskipa.

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga þar sem m. a. gert er ráð fyrir sérstakri 150 m. kr. lánsfjárútvegun vegna skipasmíðaiðnaðarins. Auk þess er gert ráð fyrir einhverjum erlendum lántökum vegna skipasmíðaiðnaðarins, er fara í gegnum langlánanefnd ríkisstjórnarinnar.