19.05.1984
Neðri deild: 99. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6327 í B-deild Alþingistíðinda. (5777)

301. mál, atvinnuréttindi skipstjórnarmanna

Karvel Pálmason:

Aðeins örfá orð, herra forseti, vegna þeirra ummæla hv. þm. Garðars Sigurðssonar hér í gær að ég hefði viðhaft þau orð hér að menntun hefði ekkert að segja. Þetta er rangt. Ég sagði hér orðrétt í gær að prófskírteini hefðu ekki allt að segja. Þetta vil ég hér með leiðrétta og biðja hv. þm. að taka betur eftir í umr. þannig að hann sé ekki að snúa út úr orðum manna eða gera mönnum upp orð eins og í þessu tilfelli.