19.05.1984
Neðri deild: 99. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6335 í B-deild Alþingistíðinda. (5800)

349. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Meiri hl. hv. fjh.- og viðskn. birtir nál. sitt á þskj. 977 þar sem nefndarmeirihluti leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt. Minni hl. n. var andvígur því ákvæði sem hér er verið að breyta en hreyfir ekki andmælum vegna þessarar breytingar. Þetta er breyting á lögum, sem samþykkt voru á Alþingi 30. mars s. l., sem gerir ráð fyrir að gefinn verði eins mánaðar frestur í ár til að fyrirtækjum gefist kostur á að nýta fjárfestingarsjóði eins og gert er ráð fyrir í þeim nýsettu lögum.

Undir nál. meiri hl, n. skrifa Páll Pétursson formaður, Guðmundur Einarsson fundaskrifari, Friðrik Sophusson, Halldór Blöndal og Þorsteinn Pálsson, en minni hl. n. skipa þeir hv. þm. Kjartan Jóhannsson og Svavar Gestsson og munu þeir ekki skila nál. eins og fyrr er frá greint.