19.05.1984
Neðri deild: 99. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6336 í B-deild Alþingistíðinda. (5806)

220. mál, ábúðarlög

Frsm. (Þórarinn Sigurjónsson):

Herra forseti. Nefndin hefur fjallað um þetta mál og kallað fyrir sig búnaðarmálastjóra, Bjarna Guðmundsson aðstoðarmann landbrh. og Tryggva Gunnarsson lögfræðing. Nefndin var sammála um að leggja til við deildina að frv. yrði samþykkt óbreytt. Fjarstaddur afgreiðslu málsins var Pálmi Jónsson. Steingrímur J. Sigfússon skrifar undir með fyrirvara.