19.05.1984
Neðri deild: 100. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6344 í B-deild Alþingistíðinda. (5844)

316. mál, tannlækningar

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Ég vil mæla hér fyrir brtt. við frv. til l. um tannlækningar og hljóðar hún svo:

„Við 3. gr. Orðin „Tannlæknafélagi Íslands og“ í 2. málsl. 2. mgr. falli niður.“

Undir brtt. skrifar auk mín hv. þm. Bjarni Guðnason.

Eðlilegt þykir að sömu aðilar dæmi um hæfni erlendra ríkisborgara til að stunda tannlækningar hérlendis og þeir sem dæma um hæfni íslenskra ríkisborgara. Gildir það jafnt um faglega þekkingu og færni og kunnáttu í íslenskri tungu. Þykir okkur því eðlilegt og sjálfsagt að tannlæknadeild Háskóla Íslands sé einfær um að sinna því hlutverki og ekki þurfi að koma til stéttarfélag tannlækna að auki sem umsagnaraðili.