19.05.1984
Neðri deild: 100. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6344 í B-deild Alþingistíðinda. (5845)

316. mál, tannlækningar

Guðmundur Einarsson:

Herra forseti. Ég ætlaði bara í örstuttu máli að lýsa mig samþykkan þessari brtt. sem þarna er komin fram. Ég held að mikilvægt sé að búa svo um hnútana í þessu máli að tekin sé fagleg afstaða til umsókna þeirra sem vilja fá leyfi. Ef síðan félög eins og tannlæknafélag eiga að fara að taka þarna afstöðu þá blandast þar inn í ýmsir aðrir hagsmunir. Þetta er sérstaklega brýnt vegna tannlæknastéttarinnar þar sem um árabil hefur verið takmarkaður fjöldi þeirra sem fá að stunda nám. Manni virðist að oft sé ansi stutt á milli tannlæknadeildarinnar, tannlæknafélagsins og þeirra hagsmuna, bæði faglegra og atvinnulegra, og þeirra ákvarðana sem teknar eru í sambandi við þessi mál.