19.05.1984
Sameinað þing: 92. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6365 í B-deild Alþingistíðinda. (5873)

268. mál, framburðarkennsla í íslensku

Frsm. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um till. til þál. um framburðarkennslu í íslensku og málvöndun. N. hefur orðið sammála um að mæla með samþykkt till. með breytingum sem n. flytur á sérstöku þskj.

Fjarverandi afgreiðslu málsins var Þorsteinn Pálsson. Ég vil, með leyfi forseta, lesa upp brtt., en hún hljóðar svo, með leyfi forseta:

Tillgr. orðist svo:

Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að hlutast til um að í ríkisfjölmiðlum og í grunnskólanámi verði aukin rækt lögð við málvöndun og kennslu í framburði íslenskrar tungu.“