19.05.1984
Sameinað þing: 92. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6396 í B-deild Alþingistíðinda. (5908)

380. mál, utanríkismál

Ólafur G. Einarsson:

Herra forseti. Á fundi utanrmn. í gær svaraði hæstv. utanrrh. nokkrum spurningum, sem fram komu í umr. um skýrslu utanrrh. hér Sjálfstfl. fimmtudag hjá hv. þm. Svavari Gestssyni og utanrrh. hafði ekki svarað í umr. sjálfri. Þar sem hæstv. ráðh. er nú erlendis og hann taldi rétt að svör hans kæmust í þingtíðindi, þá bað hann mig að greina hér og nú frá þessum svörum sínum.

Í fyrsta lagi var það fsp. frá hv. þm. Svavari Gestssyni um þátttöku á þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Ráðh. sagði að ákveðið væri að senda fulltrúa á það þing og yrði sendinefndin skipuð fulltrúa frá Alþýðusambandinu, frá Vinnuveitendasambandinu og frá félmrn. Sendiherra Íslands í Genf verður formaður sendinefndarinnar.

Í öðru lagi var um að ræða fsp. um það hvort formleg beiðni hefði komið fram um ratsjárstöðvarnar. Svarið við því er neitandi. En ráðh. sagði að sú skýring ætti að fylgja með að hann hefði tjáð sendiherra Bandaríkjanna hér á landi að við værum ekki reiðubúnir að taka á móti þessari beiðni formlega. Við vildum ljúka okkar athugunum á málinu áður en þessi beiðni kynni að verða sett fram.

Í þriðja lagi spurði hv. þm. Svavar Gestsson hvort komin væri fram beiðni varðandi byggingu stjórnstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Svarið við þeirri spurningu er sömuleiðis neitandi. Það væri kunnugt um áhuga Bandaríkjanna á þessu máli og að sótt hefði verið um fjárveitingar til byggingar á slíkri stöð. En engin beiðni hefði borist okkur.

Þetta var efnislega það sem hæstv. utanrrh. greindi frá á fundi utanrmn. í gær.