21.05.1984
Efri deild: 110. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6431 í B-deild Alþingistíðinda. (5944)

155. mál, kosningar til Alþingis

Forsrh. (Steingrímur Hermannsson):

Virðulegi forseti. Hv. síðasti ræðumaður spurði um samkomulag formanna þeirra flokka sem á Alþingi sátu á síðasta þingi um frv. það sem hér er til umr. Samkomulagið nær til þess að formennirnir beiti sér fyrir því að kosningalagafrv. það sem birt var sem fskj. með frv. til laga um stjórnarskrárbreytingu yrði að lögum. Lengra nær það ekki.