21.05.1984
Neðri deild: 101. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6449 í B-deild Alþingistíðinda. (5992)

115. mál, lífeyrissjóður bænda

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Lítill tími gafst til afgreiðslu þessa máls eins og komið hefur fram. Ég tel að þótt margt mætti betur fara í þessu frv. sé þarna lögfest mikið réttindamál, þar sem er gagnkvæmur makalífeyrir fyrir heimavinnandi maka bænda, og því tel ég rétt að styðja málið. Ég vil þó eindregið taka undir þau orð sem hv. 3. þm. Reykn. Kjartan Jóhannsson hefur haft hér um gagnkvæman makalífeyri almennt. Ég hefði talið það æskilegra og sæmilegra ef hvatt hefði verið til þess á þessu nál. að slíkt fyrirkomulag mætti komast á um aðrar stéttir landsins því að slíkt er óhjákvæmilegt áður en langt um líður.