21.05.1984
Neðri deild: 102. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6513 í B-deild Alþingistíðinda. (6024)

101. mál, frestun byggingaframkvæmda við Seðlabanka Íslands

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Herra forseti. Eftir yfirlestur á Ólafslögum skömmu eftir að ég tók við embætti fjmrh. lét ég lagaprófessora kanna hvort fjmrh. hefði skv. Ólafslögum heimild til að stöðva Seðlabankabygginguna. Í þeim lögum segir að fjmrh. gæti, að fenginni umsögn hagsýslunnar, stöðvað ýmsar framkvæmdir á vegum ríkisins og stofnana ríkisins. En niðurstaðan varð sú að fjmrh. hefur ekki þessa heimild.

Ég vil að þetta komi fram til að upplýsa hv. 3. þm. Vestf. um að fjmrh. reyndi að stöðva þessa byggingu, en það reyndist ekki á hans valdi. (Gripið fram í.)