21.05.1984
Neðri deild: 103. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6516 í B-deild Alþingistíðinda. (6041)

306. mál, skattskylda innlánsstofnana

Frsm. minni hl. (Guðmundur Einarsson):

Herra forseti. Eins og fram er komið í umr. um þetta mál í kvöld, þá teljum við, sem skipum minni hl. fjh.- og viðskn., að það séu alls ekki aðstæður til þess nú að gera þessar breytingar á skattareglum um bankakerfið, þó að við gerum okkur hins vegar ljóst, eins og hefur margkomið fram, að þörf sé endurskoðunar ýmissa laga um skattskyldu innlánsstofnana. Í ljósi þess leggjum við til að frv. verði fellt. Guðrún Agnarsdóttir, þm. Samtaka um kvennalista, sat fundi n. um þetta mál og er samþykk áliti okkar. Undir þetta rita auk mín hv. þm. Svavar Gestsson og Kjartan Jóhannsson.