10.11.1983
Sameinað þing: 17. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 768 í B-deild Alþingistíðinda. (605)

Umræða utan dagskrár

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. S. l. vor tók ný ríkisstj. þannig á málum. að kjör fólks í landinu, láglaunafólksins í landinu, voru lækkuð um margfalt það sem svaraði falli þjóðartekna eins og það lá þá fyrir. Ef fara ætti eftir þeirri röksemdafærslu sem hér kom frá hæstv. sjútvrh. mætti vænta þess, þar sem hann telur nú að þessar aðgerðir hafi verið fullkomlega réttmætar, að menn ættu ekki von á neinum blíðuhótum miðað við það sem fyrir liggur í skýrslum frá Hafrannsóknastofnun. Ég vildi aðeins ráðleggja honum og öðrum hæstv. ráðh. og stuðningsmönnum ríkisstj. að gæta sín, að athuga sinn gang nú, eftir að þeir hafa í dag reynt að leiðrétta svolítið af þeim víxlsporum sem stigin voru s.l. vor, og alveg sérstaklega ef þeir ætla að laða til sátta og samstöðu með þjóðinni um þau vandamál sem við er að fást.