14.11.1983
Sameinað þing: 18. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 773 í B-deild Alþingistíðinda. (609)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur kannað kjörbréf fyrir Magnús H. Magnússon sem er 1. varamaður landsk. þm. Alþfl. en eftir því er óskað að hann taki sæti Eiðs Guðnasonar á Alþingi.

Enn fremur hefur kjörbréfanefnd kannað kjörbréf Árna Gunnarssonar sem er 2. varamaður landsk. þm. Alþfl. en það er óskað eftir því að hann taki sæti á Alþingi í fjarveru Karls Steinars Guðnasonar.

Kjörbréfanefnd hefur ekki fundið neitt athugavert við þessi kjörbréf og leggur því til að kjörbréf Magnúsar H. Magnússonar og Árna Gunnarssonar verði samþykkt.