22.05.1984
Efri deild: 113. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6552 í B-deild Alþingistíðinda. (6116)

67. mál, Framleiðsluráð landbúnaðarins

Eyjólfur Konráð Jónsson:

Virðulegi forseti. Þar sem ég var 1. flm. þessa máls vil ég gjarnan geta þess að ég var ásáttur með það að afgreiða málið með þessum hætti. Ég hef ekki breytt mínum skoðunum, síður en svo. Ég tel að það sé algerlega fráleitt að koma á einokun með egg og að Framleiðsluráð eigi ekkert með það mál að hafa að gera. En ég treysti því að sú verði einmitt niðurstaðan eftir þá endurskoðun sem fram fer í sumar og með hliðsjón af afgreiðslu 71. máls, sem fjallaði um kartöflurnar, þar sem það var beinlínis tekið fram að að því yrði stefnt að einokun með sölu landbúnaðarvara yrði aflétt, og þess vegna styð ég það að þessu máli sé vísað til ríkisstj. í trausti þess að bæði einokun með egg og aðrar landbúnaðarafurðir verði afnumin og ekki leyfð.