22.05.1984
Efri deild: 113. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6557 í B-deild Alþingistíðinda. (6137)

Starfslok efri deildar

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Þar sem þetta er síðasti fundur deildarinnar á 106. löggjafarþingi vil ég færa hv. þdm. bestu þakkir fyrir mjög svo ánægjulegt og gott samstarf. Sérstök ástæða er fyrir mig að þakka mikið umburðarlyndi og þolinmæði í minn garð sem forseta. Ég færi skrifurum einnig bestu þakkir fyrir vel unnin störf, svo og varaforsetum deildarinnar fyrir alla aðstoð við forsetastörfin.

Skrifstofustjóra Alþingis og öllu starfsfólki færi ég bestu þakkir fyrir þeirra miklu störf í þágu okkar þdm. og Alþingis.

Ég óska ykkur öllum og fjölskyldum ykkar alls hins besta á sumrinu og vænti þess að við hittumst heil að hausti þegar Alþingi kemur saman á ný. Þeim sem eiga um langan veg heim að sækja óska ég góðrar heimferðar og ánægjulegrar heimkomu.