22.05.1984
Neðri deild: 107. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 6563 í B-deild Alþingistíðinda. (6152)

Starfslok neðri deildar

Guðmundur Einarsson:

Herra forseti. Ég vil fyrir hönd okkar þdm. þakka hæstv. forseta hans góðu óskir í okkar garð. Ég vil þakka honum ágæta fundarstjórn í vetur. Það hefur verið erfitt hlutverk að stýra störfum þessarar deildar síðustu dægrin, en það hefur gengið af mestu prýði. Ég vona að þetta sumar verði hæstv. forseta og fjölskyldu hans heilladrjúgt og að við hittum hann heilan og kátan í haust. Ég vil biðja hv. þdm. að árétta óskir mínar með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]