15.11.1983
Sameinað þing: 19. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 835 í B-deild Alþingistíðinda. (675)

20. mál, hjartaskurðlækningar á Landspítalanum

Stefán Benediktsson:

Herra forseti. Ég vil byrja á að taka undir orð síðasta ræðumanns, að umr. sem hér fer fram ætti að hafa farið af stað fyrir löngu og vera miklu ítarlegri en hún er.

Ég tel það nú fyrir það fyrsta, í því kreppuástandi sem við virðumst vera að sigla inn i. nærri því skort á ábyrgð að veifa slíkum framkvæmdum, sem hér er verið að ræða um, framan í fólk sem í vændum á hugsanlega atvinnuleysi og mjög erfitt ástand.

Í öðru lagi finnst mér sú röksemdafærsla, sem hér hefur farið fram, vera býsna undarleg og minni þá á orð hæstv. utanrrh. rétt áðan. Aðspurður að því, hvaða hlutverki þessar stöðvar eigi að gegna á ófriðartímum. þá byrjar hann á því enn á ný að leggja áherslu á friðarhlutverk þessara stöðva. Síðan viðurkennir hann hlutverk þessara stöðva í ófriði, sem hlýtur að blasa við öllum, þ.e. aukið öryggi eða eftirlit með umferð annarra þjóða. Því næst neitar hann hreint og beint að hugsa til styrjaldarástands. Það hefði einhvern tíma einhver talið það bera vott um mikið óraunsæi eða að vera ekki með báða fætur á jörðinni. Í lokin heldur hann fram að fjölgun stöðva, sem þýðir aukið öryggi, þýði að dregið sé úr hernaðarkerfum hér á Íslandi og undir það tók síðan hv. 4. þm. Austurl. Tómas Árnason.

Röksemdafærslan fer einhvern vegin fram og til baka í þessu máli án þess að tekið sé af alvöru á höfuðþáttum þess. Það er náttúrlega ekki nokkur leið að gera því skil hér með því að hver maður fái tvær mínútur til umráða í ræðustól. Þessa umr. verður að taka upp aftur og þá þannig að menn geti virkilega skoðað þetta mál og rætt það þannig að niðurstöður fáist í því.