15.11.1983
Sameinað þing: 19. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 845 í B-deild Alþingistíðinda. (688)

56. mál, norrænt sjónvarpssamstarf

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Já, ég vil segja að þetta er skynsamleg aths. og þetta verður tekið til athugunar við framkvæmd þessara mála. Ég vil aðeins láta þess getið sem menn eiga að vita hér, að þegar við tókum núna fyrst á þessu þingi á dagskrá fsp., þá lét ég þess getið að við mundum leitast við, allir þm., að fylgja sem nákvæmast fyrirmælum þingskapa um ræðutíma varðandi fsp. En hæstv. menntmrh. mun þá ekki hafa verið hér til staðar. Það var fundur með öllum formönnum þingflokkanna um þetta mál og hefur verið mikil eindrægni og samstaða um þetta. Ég segi þetta ekki vegna þess að svo sé ekki af hálfu menntmrh., því að það er að sjálfsögðu. Auk þess er það þarft framlag sem hún setti fram hér til að auðvelda þessa framkvæmd.