10.10.1983
Sameinað þing: 1. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (7)

Rannsókn kjörbréfa - varamenn taka þingsæti

Frsm. 1. kjördeildar (Árni Johnsen):

Herra forseti. 1. kjördeild.fékk til athugunar kjörbréf 3. kjördeildar og voru kjördeildarmenn samþykkir að mæla með samþykkt þeirra og að kosningin yrði tekin gild, en kjörbréfin eru:

1. Kjörbréf Alberts Guðmundssonar, 1. þm. Reykv.

2. Kjörbréf Birgis Ísl. Gunnarssonar, 4. þm. Reykv.

3. Kjörbréf Egils Jónssonar, 11. landsk. þm.

4. Kjörbréf Eyjólfs Konráðs Jónssonar, 4. þm. Norðurl. v.

5. Kjörbréf Garðars Sigurðssonar, 4. þm. Suðurl.

6. Kjörbréf Guðmundar Einarssonar, 4. landsk. þm.

7. Kjörbréf Guðrúnar Helgadóttur 10. landsk. þm.

8. Kjörbréf Halldórs Blöndals, 5. þm. Norðurl. e.

9. Kjörbréf Ingvars Gíslasonar, 1. þm. Norðurl. e.

10. Kjörbréf Jóns Helgasonar, 5. þm. Suðurl.

11. Kjörbréf Kjartans Jóhannssonar, 3. þm. Reykn.

12. Kjörbréf Kristínar S. Kvaran, 1. landsk. þm.

13. Kjörbréf Matthíasar Á. Mathiesens 1. þm. Reykn.

14. Kjörbréf Ólafs Þ. Þórðarsonar, 5. þm. Vestf.

15. Kjörbréf Péturs Sigurðssonar, 12. þm. Reykv.

16. Kjörbréf Salome Þorkelsdóttur, 4. þm. Reykv.

17. Kjörbréf Stefáns Benediktssonar 8. þm. Reykv.

18. Kjörbréf Steingríms Hermannssonar, 2. þm. Vestf.

19. Kjörbréf Sverris Hermannssonar, 3. þm. Austurl.

20. Kjörbréf Þorsteins Pálssonar, 1. þm. Suðurl.

1. kjördeild fékk einnig til athugunar kjörbréf varamanna Halldórs Blöndals og Garðars Sigurðssonar, þeirra Björns Dagbjartssonar og Margrétar Frímannsdóttur. Kjördeildin gerir engar athugasemdir við umrædd kjörbréf og mælir með samþykkt þeirra. Það eru kjörbréf Björns Dagbjartssonar, 1. varaþm. Sjálfstfl. í Norðurl. e., og Margrétar Frímannsdóttur, 1. varaþm. Alþb. í Suðurl.