16.11.1983
Efri deild: 15. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 875 í B-deild Alþingistíðinda. (737)

49. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Virðulegi forseti. Það er eins með þetta mál og hið síðasta, að hv. fjh.- og viðskn. Ed. hefur orðið sammála um að leggja til að þetta frv. verði samþykkt. Það er öllum ljóst að þessa tímabundnu heimild, sem þarna um ræðir, um að leggja toll á húshluta í ákveðnum tollskrárnúmerum, er nauðsynlegt að framlengja til þess að íslenskur iðnaður sitji við svipuð kjör og erlendur, en ýmis hátollavara ber lægri aðflutningsgjöld ef vörurnar eru fluttar inn sem húshlutar en ella. Þetta er eins árs framlenging á þessum — við getum kallað það smávægilegu –verndaraðgerðum fyrir íslenskan húsbyggingariðnað. Ég vænti þess að hv. Ed. sé sammála nm. um að þetta mál beri að afgreiða sem skjótast.