16.11.1983
Neðri deild: 14. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 885 í B-deild Alþingistíðinda. (766)

43. mál, lagmetisiðnaður

Iðnrh. (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Það er að vísu töluvert undarlega orðað hjá hv. síðasta ræðumanni að halda því fram að hér sé verið að gera tilraun til þess að halda fram annarri stefnu en hið háa Alþingi hafi í málinu. Ég lýsti því yfir við 1. umr. um þetta mál að ég mundi beita mér fyrir því á gildistímanum að endurskoða þessi lög rækilega með sérstöku tilliti til þessa ákvæðis um einkasöluréttinn. Ég fékk ekki fangs á að leggja til breytingar á þessu efni eins og málið lá fyrir og ég tel að tveggja ára tímabilið sé ekki það langt að menn geti ekki við það unað. Ég er ekki formælandi einkaleyfis eða einokunar á sölu sjávarafurða, nema síður sé.