16.11.1983
Neðri deild: 14. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 901 í B-deild Alþingistíðinda. (779)

39. mál, Landsvirkjun

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Alþb. er á móti brbl. ríkisstj. um launamál eins og þegar hefur komið fram í samþykktum flokksins og atkvgr. þessari í dag. Ríkisstj. hefur nú á síðustu stundu látið undan þeirri gagnrýni sem fram hefur komið með því að stytta samningsbannið úr 8 mánuðum í 6 mánuði.

Í brtt. ríkisstj. um að stytta samningsbannið eru önnur atriði sem snerta samninga þeirra stéttarfélaga sem höfðu kjarasamninga til lengri tíma. Það er því ekki kostur á því að greiða atkv. um samningsbannið eitt. Þess vegna mun þingflokkur Alþb. sitja hjá í þessari atkvgr. um launamál, en mun að lokum greiða atkv. gegn frv. í heild þegar það verður borið upp í heilu lagi. Herra forseti. Ég greiði ekki atkv.