21.11.1983
Sameinað þing: 22. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 941 í B-deild Alþingistíðinda. (795)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Svohljóðandi bréf hefur borist:

„Reykjavík, 21. nóv. 1983.

Formaður þingflokks sjálfstæðismanna hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Samkvæmt beiðni Halldórs Blöndals, 5. þm. Norðurl. e., er vegna utanfarar í opinberum erindum mun ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Norðurl. e., Björn Dagbjartsson matvælaverkfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans. Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Ingvar Gíslason,

forseti Nd.

Björn Dagbjartsson hefur áður setið á þessu þingi. Býð ég hann velkominn til starfa.

Enn fremur hafa borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík. 17. nóv. 1983.

Kolbrún Jónsdóttir, 8. landsk. þm., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna mun ég ekki geta sótt þingfundi á næstunni. Leyfi ég mér því með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður landskjörinna þm. BJ, Kristófer Már Kristinsson kennari í Reykholti, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Salome Þorkelsdóttir,

forseti Ed.

„Reykjavík, 17. nóv. 1983.

Ragnar Arnalds, 3. þm. Norðurl. v., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna mun ég ekki geta sótt þingfundi á næstunni. Leyfi ég mér því með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Alþb. í Norðurl. v., Þórður Skúlason sveitarstjóri, Hvammstanga, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Salome Þorkelsdóttir,

forseti Ed.

„Reykjavík, 21. nóv. 1983.

Guðmundur J. Guðmundsson, 7. þm. Reykv., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég mun ekki vegna veikinda geta sinnt þingstörfum á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Alþb. í Reykjavík, Ólafur Ragnar Grímsson fyrrv. alþm., taki sæti á Alþingi í forföllum mínum.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ingvar Gíslason,

forseti Nd.

Þessum bréfum fylgja kjörbréf Kristófers Más Kristinssonar, Þórðar Skúlasonar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Vil ég biðja hv. kjörbréfanefnd að taka þessi kjörbréf til rannsóknar. Á meðan verður fundinum frestað. Fundinum er frestað í tíu mínútur.

— [Fundarhlé.]