10.10.1983
Sameinað þing: 1. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (8)

Rannsókn kjörbréfa - varamenn taka þingsæti

Frsm. 2. kjördeildar (Alexander Stefánsson félmrh.):

Herra forseti. 2. kjördeild fékk til meðferðar kjörbréf 1. kjördeildar og niðurstaða 2. kjördeildar var sú, að við mælum með því að kjörbréfin verði samþykkt. Þau eru:

1. Kjörbréf Árna Johnsens, 3. þm. Suðurl.

2. Kjörbréf Eggerts Haukdals, 6. þm. Suðurl.

3. Kjörbréf Friðriks Sophussonar, 2. þm. Reykv.

4. Kjörbréf Matthíasar Bjarnasonar, 1. þm. Vestf.

5. Kjörbréf Halldórs Ásgrímssonar, 1. þm. Austurl.

6. Kjörbréf Ólafs Jóhannessonar, 9. þm. Reykv.

7. Kjörbréf Guðmundar Bjarnasonar, 6. þm. Norðurl.e.

8. Kjörbréf Hjörleifs Guttormssonar, 5. þm. Austurl.

9. Kjörbréf Karvels Pálmasonar, 3. þm. Vestf.

10. Kjörbréf Jóns Baldvins Hannibalssonar, 5. þm. Reykv.

11. Kjörbréf Guðrúnar Agnarsdóttur, 3. landsk. þm.

12. Kjörbréf Skúla Alexanderssonar, 4. þm. Vesturl.

13. Kjörbréf Pálma Jónssonar, 1. þm. Norðurl. v.

14. Kjörbréf Kristínar Halldórsdóttur, 7. landsk. þm.

15. Kjörbréf Ragnhildar Helgadóttur, 10. þm. Reykv.

16. Kjörbréf Stefáns Valgeirssonar, 3. þm. Norðurl. e.

17. Kjörbréf Svavars Gestssonar, 3. þm. Reykv.

18. Kjörbréf Valdimars Indriðasonar, 3. þm. Vesturl.

19. Kjörbréf Þórarins Sigurjónssonar, 2. þm. Suðurl.

Þá er hér kjörbréf Geirs Hallgrímssonar, sem kemur inn fyrir Ellert B. Schram. Það bárust kjördeildinni tvö bréf frá Ellert B. Schram. Fyrra bréfið, sem hæstv. forseti las hér, var dagsett 23. 9. s.l. og þar stendur, með leyfi forseta:

„Hér með tilkynnist yður að ég mun af persónulegum ástæðum taka mér frí frá þingstörfum um óákveðinn tíma frá og með 1. okt. n.k. Óska ég þess að varamaður taki sæti mitt á Alþingi þar til annað verður ákveðið. Ég óska þess jafnframt að vera tekinn af launaskrá Alþingis frá og með sama tíma.

Virðingarfyllst.

Ellert B. Schram.“

Þá kemur hér annað bréf sem er dagsett 10. október s.l. og stílað til Alþingis.

„Með tilvísun til bréfs míns til herra forseta Sþ., dags. 23. september s.l., þar sem ég óska að varamaður taki sæti mitt á Alþingi, vil ég með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis taka fram að forföll mín munu vara a.m.k. fram yfir jólaleyfi Alþingis.

Ellert B. Schram.“

Kjördeildin varð sammála um að taka þetta til greina og mæla með því að kjörbréf Geirs Hallgrímssonar sem 1. varaþm. í Reykjavíkurkjördæmi verði samþykkt. Ég endurtek: Kjördeildin varð sammála um að leggja til að öll þessi kjörbréf með þessari athugasemd verði tekin gild.