21.11.1983
Neðri deild: 15. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 965 í B-deild Alþingistíðinda. (839)

Um þingsköp

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég hefði nú kosið að hæstv. viðskrh. hefði skýrt nánar fyrir þingheimi þörfina á því að þessu máli sé hraðað, of; þar sem komið hefur mjög eindregin ósk fram um að þessu máli verði frestað og 3. umr. fari ekki hér fram með afbrigðum hefði ég kosið, vegna þess að hæstv. viðskrh. hefur sérstaklega óskað eftir því að sú málsmeðferð verði viðhöfð, að hann upplýsti nánar um hver þörfin er í því efni. — Þetta mál er tekið út af dagskrá.