22.11.1983
Sameinað þing: 23. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 971 í B-deild Alþingistíðinda. (850)

387. mál, endurskoðun laga um sjálfræðissviptingu

Landbrh. (Jón Helgason):

Herra forseti. Eins og fram kom í máli fyrirspyrjanda hefur frv. um þetta efni þegar verið lagt fram á þskj. 88, þar sem er frv. til lögræðislaga. Og þetta frv. er lagt fram eins og nefnd sú, sem skipuð var, skilaði því frá sér. En rn. hefur ekki gert þar breytingar á. Hins vegar hafa mér nú borist nokkrar aths. frá öðrum aðilum um málið sem sú nefnd, sem fær þetta til umfjöllunar í Ed., mun taka til athugunar.

Kostnaður af kynningu á efnahagsaðgerðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, fsp. 80. mál (þskj. 85). — Ein umr.