22.11.1983
Sameinað þing: 23. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 973 í B-deild Alþingistíðinda. (853)

80. mál, kostnaður af kynningu á efnahagsaðgerðum Sjálfsæðisflokks og Framsóknarflokks

Fyrirspyrjandi (Geir Gunnarsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir svör hans, varðandi þann kostnað sem skattgreiðendur hafa haft af áróðursferðalögum hans og áróðursbæklingum þeim sem stjórnarflokkarnir hafa gefið út til varnar þeim kjaraskerðingarráðstöfunum sem gagnslausar eru sem lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar. Og jafnframt legg ég á það áherslu að ég tel þessa greiðslu vera misnotkun á almannafé þar sem fjármunir úr ríkissjóði eru notaðir í heimildarleysi til þess að kosta einhliða túlkun tveggja stjórnmálaflokka á mjög svo umdeildum efnahagsráðstöfunum þessara sömu flokka.