22.11.1983
Sameinað þing: 23. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 973 í B-deild Alþingistíðinda. (854)

80. mál, kostnaður af kynningu á efnahagsaðgerðum Sjálfsæðisflokks og Framsóknarflokks

Stefán Benediktsson:

Herra forseti. Ég vil taka undir orð hv. 5. þm. Reykn. og bæta því við, að að mínu mati er þessi ráðstöfun öll bæði óskammfeilin og bíræfin. Kjósendur kusu í vor um mismunandi stefnumál stjórnmálahreyfinga. Engum þessara kjósenda datt í hug að niðurstaða þessara kosninga yrði sú. að ekki væri lélegri stjórn fyrri ára um að kenna hvernig efnahag landsins væri komið, heldur væri þetta eingöngu landsmönnum sjálfum að kenna og þá sérstaklega þeim sem skömmtuð væru laun af öðrum og þess vegna bæri brýna nauðsyn til að svipta þá samningsrétti annars vegar og hins vegar hluta þeirra launa sem þeir höfðu fengið að mati stjórnvalda of mikið af í sín launaumslög. Að sama fólk þurfi síðan að greiða kostnaðinn af því að láta segja sér þennan stóra sannleik er bíræfið og óskammfeilið að mínu mati og fordæmi sem ekki kemur til greina að samþykkja.