22.11.1983
Sameinað þing: 23. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 984 í B-deild Alþingistíðinda. (874)

399. mál, verðlagseftirlit með þjónustugjöldum bankanna

Viðskrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Ég vil svara fsp. hv. 8. þm. Reykv. í lok ræðu hans. Það er Seðlabanki Íslands sem ákveður þá vexti. Hann gerir það með þeim hætti að gera ríkisstjórnum grein fyrir því. Hann hefur gert það og gerði það nú. Þar voru ekki viðhafðar aths.