22.11.1983
Sameinað þing: 23. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 994 í B-deild Alþingistíðinda. (884)

400. mál, bankaútibú

Stefán Benediktsson:

Herra forseti. Örstutt athugasemd.

Á dagskrá þessa fundar er mál nr. 2, sem mun frestast. Vegna þess að fyrirspyrjandi er fjarverandi frestast það um allnokkurt skeið. Ég vil hvetja alla viðstadda til að kynna sér það mál mjög rækilega, vegna þess að þegar menn fara að skoða það kemur í ljós að sú hæstvirta stofnun, sem hér er oft og mikið vitnað til, Seðlabanki Íslands, er þess ekki megnug að gera mönnum grein fyrir því hvernig með einföldum hætti á að reikna út verðbætur. Með þau mál hefur því verið farið vitlaust um árabil. Og að þiggja ráð þessarar stofnunar gersamlega án gagnrýni, eins og kom fram hjá hæstv. viðskrh. áðan, tel ég algera óhæfu.