23.11.1983
Efri deild: 19. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1034 í B-deild Alþingistíðinda. (917)

43. mál, lagmetisiðnaður

Stefán Benediktsson:

Virðulegi forseti. Ég þakka velvild auðsýnda. Út af síðustu orðum sem hér féllu um starfsemi lagmetis þá fannst mér ég mega til með að bæta við þó að ég hafi nú ekki ætlað mér að tala meira að eitt er það fyrirtæki sem síðan gæti tekið við nokkrum hluta þess starfs sem Sölustofnun að vissu leyti fer með, þ.e. undirbúningi og rannsókn á framleiðslumöguleikum og með tilliti til markaðar. Það er fyrirtæki sem heitir Fiskvinnsluskóli Íslands en til hans er litlu sem engu fé varið á þessu ári nema bara til daglegs rekstrar. Það væri náttúrlega, ef menn ætla að byrja á grunninum og byggja hann vel, nauðsynlegt að hugsa til þess strax í náinni framtíð að leggja þessum skóla mjög verulegt fé til svo að í raun og veru megi byggja á íslenskum grunni í framtíðinni.