23.11.1983
Neðri deild: 16. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1049 í B-deild Alþingistíðinda. (933)

7. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Frsm. (Stefán Guðmundsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. um frv. til l. um viðauka við lög nr. 44 25. maí 1976, um Fiskveiðasjóð Íslands, á þskj. 134. Frv. þetta er flutt til staðfestingar á brbl. frá því 5. apríl 1983.

Meginefni þessara laga er að veita sjálfskuldarábyrgð á allt að 120 millj. kr. vegna þeirra vandamála sem sjávarútvegurinn átti þá í.

Sjútvn. Nd. var sammála um afgreiðslu málsins og leggur til að það verði samþykkt.

Undir nál. skrifa Stefán Guðmundsson, Garðar Sigurðsson, Halldór Blöndal, Ingvar Gíslason, Friðrik Sophusson og Gunnar G. Schram. Fjarverandi afgreiðslu málsins var Guðmundur Einarsson.