04.12.1984
Sameinað þing: 29. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1581 í B-deild Alþingistíðinda. (1065)

33. mál, lífeyrisréttindi húsmæðra

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hv. 3. landsk. þm. lét orð falla til forseta um að ekki væri hægt að gera þá kröfu til þm. að þeir töluðu í öllum málum í einu, settu sig inn í öll mál í einu. Forseti er alveg sammála þessu. Það er tilefnislaust af hálfu þm. að taka þetta fram. Þetta dettur engum manni í hug.