05.12.1984
Neðri deild: 20. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1619 í B-deild Alþingistíðinda. (1110)

153. mál, heilbrigðisþjónusta

Heilbr.- og trmrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Ég mótmæli þessum fullyrðingum hv. þm. Hér er um miklu fleiri aðila að ræða en Reykjavík og Reykjavíkurborg. Mér finnst afskaplega ósmekklegt að segja á Alþingi að borgarstjóri sé að þvinga einhvern ákveðinn borgarfulltrúa og nafngreina hann. Ég hef rætt þessi mál mjög ítarlega við allt þetta fólk og hér er ekki nokkur pólitík í spilinu, að ég hélt. Þessu voru sammála fulltrúar frá hinum byggðarlögunum og áttu þeir algjöra samstöðu um að vanda til þessarar breytingar þegar að henni kæmi. Ég hreinlega skil ekki þetta.