10.12.1984
Efri deild: 25. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1689 í B-deild Alþingistíðinda. (1167)

189. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Eyjólfur Konráð Jónsson:

Hæstv. forseti. Ég hleyp hér í skarðið fyrir hv. þm. Tómas Árnason sem fjarstaddur er eins og kunngert hefur verið, en hugmyndin var að hann yrði frsm. nefndarinnar. Vænti ég að enginn hafi við það að athuga að ég gerist hans staðgengill.

Um þetta mál þarf ekki að fjölyrða, það þekkja allir hv. þm. Það fjallar einungis um framlengingu á sérstökum skatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði sem efnislega hefur verið rætt nú og þó kannske með enn þá skemmtilegri hætti hér í fyrra. Ég tek undir með hæstv. fjmrh. að fleira þarf að gera en gott þykir, en hann komst einhvern veginn að orði á þann veg. Í öllu falli erum við nm. sammála um að mæla með framlengingu þessa gjalds, en einstakir nm. skrifa þó upp á nál. með fyrirvara. Ég legg til að frv. verði samþykkt.