10.12.1984
Efri deild: 27. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1707 í B-deild Alþingistíðinda. (1199)

191. mál, almannatryggingar

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Virðulegi forseti. Því miður láðist mér að geta um smávægilega villu í þessu frv. Í 1. lið 1. gr. er vitnað til laga nr. 57/1981. Þessi lög munu vera lög um veitingu ríkisborgararéttar og er ótrúlegt að í þessu sambandi sé vitnað til þeirra laga. Þetta munu vera lög nr. 75, þ.e. skattalögin, frá 1981. Vænti ég þess að virðulegur forseti leiðrétti þetta enn frekar úr forsetastóli ef þörf krefur. Þarna er um að ræða að sjálfsögðu pennaglöp, tölustafavíxl. (Forseti: Það ætti að vera auðvelt að fá leiðréttingu á þessari prentvillu í frv.)