10.12.1984
Neðri deild: 21. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1708 í B-deild Alþingistíðinda. (1210)

Tilhögun þingfunda

Forseti (Karvel Pálmason):

Eins og hv. þm. sjá eru nóg verkefni í dag og óvíst að hægt verði að ljúka þeim á þeim tíma sem deildin hefur til umráða. Hugsanlega gæti því orðið þingfundur milli kl. 6 og 7. En enginn kvöldfundur verður. Það er rétt að það komi fram strax. Ég vil beina því til þingflokksformanna að það væri mjög æskilegt ef hægt væri að hafa þingfund milli kl. 6 og 7.