10.12.1984
Neðri deild: 22. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1736 í B-deild Alþingistíðinda. (1232)

167. mál, Verðlagsráð sjávarútvegsins

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því að þetta frv. fjallar um það að flýta gildistíma nýs fiskverðs sem m.a. veldur því hvort tveggja í senn að hærra fiskverð mun gilda bæði til útgerðar og sjómanna. Þetta frv. felur m.ö.o. í sér kjarabætur fyrir sjómenn til jafns við þá kjarabót sem aðrir launþegar hafa fengið. Ég vek athygli á því að í Ed. var sjútvn. sammála um þetta frv., með fyrirvara að vísu, en ekki einn einasti þm. stjórnarandstöðunnar greiddi atkv. með þessu frv. hér í Nd.