12.12.1984
Efri deild: 28. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1861 í B-deild Alþingistíðinda. (1326)

150. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Eyjólfur Konráð Jónsson:

Virðulegi forseti. Ég tel það leiða af hlutarins eðli að fiskveiðilandhelgi Íslands og auðlindir innan hennar séu þjóðareign, sameign allra Íslendinga. Þess er að gæta að hugtakið „fiskveiðilandhelgi“ er nú ekki lengur beinlínis í þjóðarréttinum. Það er orðin efnahagslögsaga annars vegar og síðan landgrunnsréttindi. Ég tel eðlilegt að fresta því að taka afstöðu á þennan veg því við þurfum að skoða öll þessi mál og ný hugtök að því er varðar nýtingu hafsbotnssvæða utan efnahagslögsögu og segi því nei.