12.12.1984
Neðri deild: 23. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1865 í B-deild Alþingistíðinda. (1348)

178. mál, atvinnuréttindi vélfræðinga

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra torseti. Það má segja að þetta frv. sé svipaðs eðlis og meira að segja er það þannig að nokkrar greinar þess eru alveg samhljóða því sem var í því frv. sem við vorum að afgreiða nú til 3. umr. Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um þetta frv. því að við unnum það að öllu leyti eins og hitt, enda var það sama nefnd sem samdi það og samdi frv. um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með einni breytingu sem er í raun og veru frekar leiðrétting en breyting, þ.e. í 2. lið um réttindi yfirvélstjóra stóð 300 kw. en á að vera 3000. Brtt. er eingöngu um þetta atriði.

Ég vil svo fyrir hönd nefndarinnar óska eftir því við hæstv. forseta að hann haldi með einhverjum hætti annan fund til að koma málinu fram. Fyrst orðið er svona gott samkomulag um þetta mikla deilumál væri ánægjulegt ef hægt væri að flýta fyrir því þannig að það gæti örugglega orðið að lögum fyrir jólaleyfi þm.